Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Litla sumarhátíð Súlunnar 27. - 28. júní

Fráfarandi stjórn UMF Súlunnar ákvað í vetur að efna aftur til lítillar sumarhátíðar með svipuðu sniði og afmælishátíðin sem var haldin í fyrra. Sá viðburður þótti takast mjög vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Nýkjörin stjórn Súlunnar ákvað að láta ákvörðun fyrri stjórnar standa.Dagskráin verður einföld í sniðum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin er fyrst og fremst ætluð fyrir heimamenn en auðvitað verður engum vísað frá enda Stöðfirðingar gestrisnir upp til hópa.

Á  dagskrá verður, eins og í fyrra, golfmótið Stöðvarfjörður Open sem haldið verður á Króksvelli, en einnig verður á dagskrá hið árlega minningarhlaup um Önnu Maríu Ingimarsdóttur. Tipphópurinn blæs til fyrsta áskorendamóts í knattspyrnu þar sem hinir fótafimu meðlimir hópsins etja kappi við annan karlpening í þorpinu sem að sögn tippara er ekki jafn fótafimur. Einnig verður dorgveiðikeppni og grill í Nýgræðingnum þar sem einnig verður farið í leiki. Súlan áskilur sér rétt til að breyta tímasetningu og jafnvel dagsetningum á þessum viðburðum ef veðurskilyrði verða óhagstæð og verða allar breytingar settar inn á þessa vefsíðu og einnig birt í auglýsingu á Brekkunni. 


Dagskrá Litlu sumarhátíðar Súlunnar

Laugardagur 27. júní

14:00

Minningarhlaup um Önnu Maríu Ingimarsdóttur Hlaupið verður frá Brekkunni
17:00Stöðvarfjörður Open Leiknar verða 9 holur á Króksvelli. Verðlaun frá Golfversluninni Hole In One. Sérstök verðlaun verða veitt í kvennaflokki. Lánskylfur á staðnum. Skráning hjá Jónasi Ólafssyni í síma 897 1962 og lýkur skráningu kl. 17:00 föstudaginn 26. júní. Síðast komst einn þátttakandi á spjöld sjónvarspssögunnar J
20:00Dorgveiðikeppni á Nýju-bryggju Veitt verður í 60 mínútur og verðlaun veitt fyrir Flestu fiskana, stærsta fiskinn og þyngsta heildaraflann
Sunnudagur 28. júní

14:00

Áskorendakeppni í knattspyrnu. Tipparar gegn fótafúnum
17:00Grill og samverustund í Nýgræðingi Verðlaunaafhending fyrir Minningarhlaup, golfmót og dorgveiði.Farið í leiki og slegið á létta strengi.Grillaðar pylsur og kjöt ásamt meðlæti. Frítt fyrir ófermda en kr. 500 fyrir fermda og eldri en 14 ára. Munið að taka með ykkur drykkjarföng.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband