Vetrarstarfið að hefjast

Vetrarstarf Umf. Súlunnar er að hefjast. Æfingatöflu Súlunnar í íþróttahúsinu og einnig æfingatöflu fyrir samæfingar í knattspyrnu á vegum Fjarðabyggðar/Leiknis er að finna annarstaðar á þessari síðu.

Æfingar á vegum Fjarðabyggðar/Leiknis eru þegar hafnar en æfingar samkvæmt æfingatöflu Súlunnar munu hefjast mánudaginn 12. október. Þreksalurinn verður hinsvegar opnaður til iðkunar laugardaginn 10. október.

Súlan gerði könnun á meðal allra nemenda í Grunnskólanum um hvaða íþróttagreinar þeir hefðu mestan áhuga á að stunda og var æfingataflan sett saman með niðurstöður könnunarinnar til hliðsjónar. Það kom ekki á óvart að fótbolti fékk flest stig í könnuninni   en   hinsvegar  kom  það nokkuð á óvart að handbolti lenti í öðru sæti. Þá komu blak, badminton og körfubolti öll með svipaðan stigafjölda. Nokkru neðar á vinsældalistanum lentu leikir, dans, fimleikar og frjálsar. Eins og sjá má í æfingatöflunni í annarri færslu hér á síðunni er aðeins gert ráð fyrir einni handboltaæfingu í viku enda krefst handboltinn þess að nokkuð margir mæti á hverja æfingu og vonum við að sem flestir láti sjá sig í handboltanum sem og í öðrum tímum. Tvisvar sinnum í viku er gert ráð fyrir að krakkar í 4. bekk og yngri hafi leikjatíma þar sem bryddað verður upp á ýmsu, t.d. verða einhverjar fimleikaæfingar í þeim tímum og einnig einhverjar æfingar úr frjálsum íþróttum.

Æfingataflan verður endurskoðuð með hliðsjón af iðkendafjölda og áhuga krakkanna um breytingar. Þá er bara að hvetja krakkana til að mæta í þessa íþróttatíma Súlunnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband